Steinunn Rut Friðriksdóttir and Anton Karl Ingason
Presented at Hugvísindaþing 2020. University of Iceland, 18.-19. September, 2020.
Publication year: 2020

A recording of the talk, hosted at Youtube:

Útdráttur (abstract, in Icelandic):

Ein stærsta áskorun þeirra sem fást við sjálfvirka stafsetningarleiðréttingu eru svokallaðar raunvillur, þ.e. stafsetningarvillur sem leiða til þess að annað raunverulegt orð verður til í stað þess sem ætlunin var að skrifa. Dæmi um slíkan rugling er að skrifa „kirkja“ í stað „kyrkja“ eða „skónna“ í stað „skóna“. Þar sem bæði orðin eru raunverulega til í orðabók áttar einfaldur leiðréttingarhugbúnaður sig ekki á því að um villu er að ræða. Með útgáfu Íslensku ruglingsmengjamálheildarinnar má þjálfa snjallari leiðréttingarhugbúnað sem tekur samhengi orðsins með í reikninginn. Í erindinu verður innihald málheildarinnar kynnt ásamt hugsanlegum notkunarmöguleikum, þ.m.t. tilraunum höfunda með tvíundarflokkara en niðurstaða þeirra lofar góðu. Þá verður einnig rætt hvernig þessi tækni gæti nýst sérstaklega þeim sem eru með lesblindu.