Anton Karl Ingason
Presented at Hugvísindaþing 2020, University of Iceland, 18.-19. September, 2020. [PDF]
Publication year: 2020

A recording of the talk, hosted at Youtube:

Útdráttur (abstract, in Icelandic):

Í þessum fyrirlestri verður fjallað um tengslin milli máltækni og óviðeigandi málfars. Annars vegar verður fjallað um hvernig máltæknilausnir sem læra mynstur úr afurðum málsamfélagsins geta sjálfar framleitt afurðir sem endurspegla óviðeigandi fyrirbæri úr menningunni á borð við kynbundnar staðalmyndir. Þannig er t.d. Google translate líklegra til að þýða ensku lýsingarorðin vulnerable, insecure og weak með kvenkyns lýsingarorði í íslensku ef málfræðilegt kyn er ekki til staðar en orðin strong, confident og amazing eru frekar þýdd með karlkyns lýsingarorði þegar þýtt er úr enskum setningum eins og „I am vulnerable.“ og „I am strong.“ Dæmi af þessu tagi verða rædd og sett í samhengi. Hins vegar verður fjallað um hvernig máltækni getur hjálpað notendum að forðast óviðeigandi málfar í eigin ritmáli. Sagt verður frá gagnasafni um óviðeigandi orð í íslensku sem er í vinnslu og ábendingum sem leiðréttingarforrit geta notað til að stinga upp á heppilegra orðavali.