Lilja Björk Stefánsdóttir and Anton Karl Ingason
Íslenskt mál 44, 151-178 [PDF]
Publication year: 2022

Þessi rannsókn beinir sjónum að breytilegri notkun á stílfærslu í íslensku í þingræðum Steingríms J. Sigfússonar á árabilinu 1983-2019. Við skoðum tilvísunarsetningar með frumlagseyðu í ræðum Steingríms og reiknum hlutfallslega notkun stílfærslu á hverju almanaksári í setningum þar sem hún er möguleg. Hlutfallið er reiknað þannig að fjölda dæma um stílfærslu er deilt með samanlögðum fjölda sömu dæma og sambærilegra dæma þar sem stílfærsla var möguleg en henni var ekki beitt. Þetta hlutfall er mælikvarði á líkurnar á að Stein grímur noti stílfærslu í formgerðinni sem er til athugunar. Í þeim gögnum sem við skoðum kemur fram töluvert há tíðni stílfærslu á fyrstu árum Steingríms á Alþingi sem fer svo lækkandi þegar líða tekur á stjórnmálaferil hans. Tíðni stílfærslu fer aftur á móti hækkandi að nýju í kringum efnahagshrunið árið 2008 og eykst samhliða því sem Steingrímur kemst í meiri ábyrgðarstöðu. Aftur má greina tengsl stílfærslu við ábyrgðarhlutverk árið 2013 þegar tíðni stílfærslu hrynur samhliða því sem Steingrímur lætur af embætti ráðherra og hættir sem formaður Vinstri grænna

BibTeX:

@Article{stefansdottir2022einstaklingsbundin,
author = {Agnes Sólmundsdóttir and Dagbjört Guðmundsdóttir and Lilja Björk Stefánsdóttir and Anton Karl Ingason},
journal = {Íslenskt mál},
title = {Einstaklingsbundin lífsleiðarbreyting. Þróun stílfærslu í þingræðum Steingríms J. Sigfússonar},
year = {2022},
pages = {151--178},
volume = {44},
}